The Taylor Swift Holiday Collection

The Taylor Swift Holiday Collection
Stuttskífa eftir
Gefin út14. október 2007 (2007-10-14)
Tekin upp2007
Hljóðver
  • Sound Emporium (Nashville)
  • Quad Studios (Nashville)
Stefna
Lengd19:15
ÚtgefandiBig Machine
StjórnNathan Chapman
Tímaröð – Taylor Swift
Taylor Swift
(2006)
The Taylor Swift Holiday Collection
(2007)
Beautiful Eyes
(2008)

The Taylor Swift Holiday Collection[a] er fyrsta stuttskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var fyrst eingöngu gefin út í Target þann 14. október 2007 af Big Machine Records.

The Taylor Swift Holiday Collection samanstendur af sex lögum; fjórar ábreiður af klassískum jólalögum („Last Christmas“, „Santa Baby“, „Silent Night“, og „White Christmas“) og tvö frumsamin lög eftir Swift („Christmases When You Were Mine“ og „Christmas Must Be Something More“). Platan er kántrí poppplata sem var framleidd af Nathan Chapman. Lagið „Last Christmas“ komst í 28. sæti á Hot Country Songs vinsældalistann.

Stuttskífan komst hæst í 20. sæti á Billboard 200 og efst á Top Holiday Albums listann. Hún var viðurkennd sem platína af Recording Industry Association of America og hefur selst í yfir milljón eintökum í Bandaríkjunum.
Tilvísunar villa: <ref> tag er til fyrir hóp tilvísana undir nafninu "lower-alpha". Ekkert sambærilegt <references group="lower-alpha"/> tag fannst.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search